Veldu dagsetningu til að sjá sýnishorn af kortinu þínu. Hægt er að bæta mörgum kortum í körfuna áður en gengið er frá kaupum.
Velja dagsetningu á milli 1949-
Athugið: Gögn eftir 2010 gætu innihaldið færri upplýsingar um skýjahulu og því eru þau kort tómlegri en þau sem eldri eru. Við erum að vinna að lausn á þessu en getum ekki lofað hvenær það verður tilbúið. Það vantar upp á nýjustu gögnin.
Þú munt flytjast á vefverslun hananu.is til að ganga frá kaupunum á öruggan hátt.
Veldu dagsetningu til að búa til veðurkort
Vinsamlegast veldu aðra dagsetningu
Forsýn af veðurkorti þínu. Rammi fylgir ekki.
Veðrið litar daglegt líf okkar á Íslandi. Ef eitthvað mikið stendur til getum við stólað á eitt, að ekki verður hægt að treysta veðrinu. En það er fyrir löngu orðið sjálfsagður hluti af okkar lífi. Hefurðu upplifað rigningu í útibrúðkaupi? Sólrok á ströndinni? Snjó í júní? Sólríkan dag í desember?
Þessi veðurkort eru innblásin af kortunum sem sáust gjarnan í sjónvarpinu í gamladaga. Áður voru þau handgerð af veðurfræðingi sem tók þau með sér í fréttastúdíóið og benti á þau með priki meðan spáð var í veðrið. Þetta voru einfaldari tímar.
Öll gögn eru fengin úr gagnagrunni Veðurstofu Íslands og ná allt aftur til ársins 1949. Eftir að gengið er frá kaupum á síðunni er kortið prentað út og það sent með Póstinum í pósthólf, á pósthús eða heim að dyrum. Öll kort eru send upprúlluð í pappahólk, rammi fylgir ekki.
Búa til kort!
1
Veldu þann dag sem þú vilt – allt frá 1949 til 2025
2
Veldu stærð og bættu við persónulegum texta ef þú vilt
3
Við prentum kortið þitt og sendum beint heim til þín
Tákn sem notast eru á kortunum
Prentunin er hágæða bleksprautuprentun á mattan 180 gramma pappír í Svansvottaðri prentsmiðju.
Veðurgögn okkar ná allt aftur til 1949, svo þú getur valið hvaða dag sem er síðan þá.
Nú til dags eru fáar mannaðar veðurstöðvar eftir, en þær eru flestar sjálfvirkar. Því fáum við ekki upplýsingar um skýjahulu (gulu og gráu hringirnir) nema í örfáum tilvikum. Eldri kort hafa þó allar þessar upplýsingar. Við erum að vinna að því að fá þau gögn sem eru til en það er óvíst hvenær það verður.
Venjulega tekur prentun og afhending 3-5 virka daga innan Íslands. Við sendum með Póstinum heim að dyrum, í pósthólf eða á pósthús.
Já, það er lítið mál. Bættu eins mörgum kortum og þú vilt í körfuna áður en þú gengur frá kaupum.
Já, þú getur bætt við sérsniðnum texta sem birtist á kortinu. Honum má líka sleppa og þá er bara neðri hluti textarammans með dagsetningartextanum.
Nei, rammi fylgir ekki, en til er mikið úrval af römmum sem henta stærðunum (A4, A3 og A2).
Ertu með spurningar eða langar þig í sérsniðna pöntun? Við erum hér til að hjálpa!
Senda tölvupósthananu@hananu.is
Karfan er tóm